tisa: The hidden Tinna

þriðjudagur, júlí 11, 2006

The hidden Tinna

Bíllin minn ástkæri er orðin gangfær og nú get ég tekið gleði mína á ný.

Bjarki átti afmæli um daginn – Til hamingju

Kristjana líka – Til hamingju líka

Esther komin á nýjan hvítan Póló - Hmmmm? Til hamingju

Ég er farin að fela mig ýtrekað í vinnunni núna.

Ég fel mig fyrir konunni sem er alltaf að grátbiðja mig um að fara með sér á klósettið.

Ég fel mig fyrir karlinum sem er alltaf að biðja mig um að hella einhverju gumsi upp í sig.

Ég fel mig fyrir konunni sem er alltaf að fikra sig nær mér og biðja um hjálp.

Ég fel mig fyrir hinu alræmda “sjötta borði”

Ég fel mig fyrir samstarfskonu minni sem er alltaf að reyna að gefa mér eitthvað, núna seinast kom hún með poka af fötum. Þá hljóp ég í burtu. Síðan frétti hún að ég væri komin á bíl og núna bíður hún alltaf út á bílastæði eftir mér. Ég vil vera ekki vinkona þín. Get the hint!

Annars er fínt í vinnunni.

Þetta lítur kannski út eins og ég sé illmenni sem vill ekki aðstoða aldraða, en þannig er það ekki. Ég má ekki aðstoða aldraða. Ég vinn við að leggja á borð.

Það er frekar óþægilegt að neita fólki um aðstoð, sérstaklega þegar það fer að gráta. Já, ég grætti einu sinni gamla konu í hjólastól. . . Þess vegna fel ég mig, eða þykist vera upptekin og geng rösklega fram og til baka.

Helvíti bíður mín.

Öll famílían farin á Egilstaði eða guð má vita hvert, þannig ég er ein og yfirgefin. Yfirgefin og svöng. Og fötin mín eru búin. Mammaaaaaaa

Ég man ekki hvort ég er að fara í klippingu á mánudegi klukkan tvö eða fimm eða til tannlæknis, eða hvort það var á föstudeginum sem klippingin er og þá tannlæknirinn á mánudeginum. Ég er örvhent.

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 17:58

2 comments